Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

29 ágúst 2007

Jæja, það fór öðru vísi en ætlað var með hópasíðuna því það gleymdist að tékka hvort frontpage væri ekki örugglega í tölvunni. En þá er það bara plan B, sem er gamla góða meinvill síðan http://meinvillrumor.blogspot.com/. Svona ferum bestu plön en við erum svo svakalega sveigjanleg að við bara vippuðum okkur í næsta plan og það verður bara alveg upplagt ;)

Það er samt nokkuð fyndið að við getum ekki skoðað neinar bloggsíður sem eru með endingunni bloggspot sem eru náttúrulega báðar þessar síður. En guði sé lof fyrir konur á amerískum netsíðum sem eru löngu búnar að fatta leið fram hjá því. Ég fór því inn á uppáhaldssíðuna mína, RQ og fann þar platleiðina og get núna skoðað allt sem ég vil... tralalalal blokkera síður hvað..huh Kínverska alþþýðulýðveldið gerir sko ekki ráð fyrir amerískum konum í leit að leið að sannleikanum og tjáningu hans hehe

28 ágúst 2007

Jækes, við erum í Kína! Það eru smá byrjunarörðugleikar með hópasíðuna en við vorum svo þreytt í gær að við gátum bara ekki hugsað um hana. Núna er hinsvegar mið nótt og því ekki hægt að banka upp hjá neinum ;) Við erum hinsvegar útsofin þó klukkan sé bara rétt rúmlega 4. Fórum að fá okkur að borða í gærkvöldi og úr því var heilmikið ævintýri sem endaði með því að á borðið kom samtíningur af ýmsum réttum og svipurinn á þjónustufólkinu var all undarlegur. En þetta var allt saman mjög gott en þegar við ætluðum að borga tók við önnur rekistefna og það endaði með því að við týndum bara upp peninga þangað til þau kinkuðu ánægð kolli og þá voru allir glaðir!

og hér er sjálfsmynd af okkur nýlentum...

26 ágúst 2007

JÆKES... er mar nokkuð í stresskasti? Eru allir pappírarnir með? Hvað með passana? En visað? Eða boðsbréfið? Eða læknisskýrslurnar um YUN... handfarangurinn er á þyngd við meðal hámarksfarangur og ekkert má vera eftir og ekki hægt að fara á klósettið nema hafa allt dótið með sér svo því verði ekki stolið. Skítt með myndavéladraslið og tölvuna, skítt með peningana, nei það eru skjölin sem ekki mega hverfa úr augnsýn og við höfum farið á klóið núna í allan dag með bakpokana í fanginu. Alltaf gott að æfa sig sko...

En ferðasíða hópsins er þessi Hópur 16

Heimasíða Yun er
og við erum farin ciao ciao


Powered by Blogger