Jækes, við erum í Kína! Það eru smá byrjunarörðugleikar með hópasíðuna en við vorum svo þreytt í gær að við gátum bara ekki hugsað um hana. Núna er hinsvegar mið nótt og því ekki hægt að banka upp hjá neinum ;) Við erum hinsvegar útsofin þó klukkan sé bara rétt rúmlega 4. Fórum að fá okkur að borða í gærkvöldi og úr því var heilmikið ævintýri sem endaði með því að á borðið kom samtíningur af ýmsum réttum og svipurinn á þjónustufólkinu var all undarlegur. En þetta var allt saman mjög gott en þegar við ætluðum að borga tók við önnur rekistefna og það endaði með því að við týndum bara upp peninga þangað til þau kinkuðu ánægð kolli og þá voru allir glaðir!
og hér er sjálfsmynd af okkur nýlentum...