Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

14 desember 2006

Jólin jólin og allt það. Það er ekki jólalegt í fiskabúrinu því fiskarnir drepast einn af öðrum. Að vísu er þeir svoldið jólalegir að sjá því þeir eru að verða hárauðir. GREYIN. Ég bíð bara eftir að þeir klári þetta svo ég geti byrjað fiskeldið upp á nýtt.

Síðasta nornakvöld ársins er í kvöld. Spurning hvernig ársspáin verði fyrir 2007. Ætli það verði börn og bura..eða heitir það ekki bura? Og hvað er bura annars.. eignuðust börn og buru..

11 desember 2006

Fiskarnir eru enn fárveikir. Þeir liggja eins og slytti á botninum eða hrúgast allir inn í kstalann og neita að koma út. Ég myndi líka neita að koma út ef ég liti svona út eins og bólusóttarsjúklingur. En það eru sumir sem láta þessi veikindi samborgara sinna ekkert á sig fá. Já snigilsskammirnar eru ekki veikir og þeir nota tækifærið og riðlast á öllum glerjum búrsins meðan hinir liggja magnvana og orka ekki einu sinni að stugga við þeim. Andskotans ógeð bara. Áður en ég veit af verða þeir örugglega búnir að skjóta enn einu ógeðinu upp á lokið. Eins gott að fylgjast vel með!

10 desember 2006

Og til hamingju Arna Bríet með nýju nöfnin þín ;)

Og nú eru fiskarnir mínir veikir ;( Ég er að bíða eftir að fiskabúðin opni svo ég geti farið að kaupa meðal. Það er svakalegt að sjá þá, allir blóðhlaupnir og eins og það hafi verið stráð yfir þá glimmeri. Og svo virðast þeir ekki þola ljósið og leita skjóls þar sem er dimmara í búrinu. Alveg eins og þegar maður sjálfur er veikur. Aumingja greyin mín.


Powered by Blogger