Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

18 apríl 2008

Síðustu sex mánuði hef ég farið í þrjú atvinnuviðtöl. Tvö fyrir áramót og eitt eftir áramót. Fyrir áramót var mér boðið annað starfið og hitt kom ekki til greina vegna ýmsissa atriða. Þriðja viðtalið hafði þau eftirköst að mér var boðið starfið. Það verður að teljast nokkuð góður árangur að vera boðið tvö störf af þremur. Ég ætti kannski að leggja meiri áherslu á þennan þátt þegar ég er að kenna fólki að sækja um vinnu haha. En núna er ég sem sagt í þeim vandræðum að ég veit bara alls ekki hvort ég eigi að taka þetta starf. Auðvitað er það bara fyrirsláttur hjá mér því mér dreplangar í það, hefði ekki sótt um það nema af því mér fannst það spennandi. En núna er ég orðin svo vön því að hafa ákveðið frelsi til athafna (hljómar vel þessi setning) að ég veit bara ekki hvernig ég kem til með að funkera innan um 9-5 menninguna. Best að klára að hugsa: hugs hugs

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger