Ég lagðist í ælupest í gær og maginn er allur í lamasessi. Aumingja Skakki fór einn að rífa málningu af gluggum og flytja kassa. Gott að eiga konu sem getu hjálpað mikið til (not). Annars lítur þetta vel út. Við erum ánægðari og ánægðari með íbúðina (fyrir utan frímerkis eldhúsinnréttinguna) og sjáum fyrir okkur ánægjulega daga. Skakki þýtur út í glugga um leið og við mætum upp eftir til þess að tékka á því hvort a) einhverjir séu mættir á golfvöllinn og b) hvort einhver sé mættur til að veiða. Og svo eru hundar og krummar. Þetta er sem sagt sveitasæla eins og hún gerist best. Það er alveg að koma að því að við flytjum eða líklega á föstudag eða laugardag ;)
11 apríl 2007
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka