Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

22 mars 2007

Snjór, snjór snjór og Skakki er byrjaður að pakka. Ég hef ekki haft neinn tíma í það (haha) og svo tala menn um að atvinnulaust fólk hafi allan tíma heimsins lausan. Ég er búin að komast að því að svo er ekki. Suma daga hef ég t.d. ekki nokkurt laust pláss fyrir gymmið (get svo ekki sagt að það sé í neinum forgang hvort eð er). Ég er búin að lofa að mæta þar í dag (þó ég hafi engan tíma) og ætla að sína lystilegan áhuga á tækjadraslinu. Íþróttaálfurinn sjálfur mættur aftur eða ekki.

Fór í gær og hélt fyrirlestur um viðskiptaáætlunina mína og kennarinn minntist sérstaklega á aðdáunarverða rósemi mína í púltinu og sagði að það væri auðsjáanlegt að ég væri alvön. Stelpurnar skemmtu sér hið besta þegar ég viðurkenndi fyrir þeim að þetta væri bara leikaraskapur því í raunveruleikanum væri ég ekki viss um að ná aftur í stólinn þar sem ég væri með svo mikinn skjálfta í lærunum. En maður setur alltaf upp sitt besta sjóv ;)

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger