Voðalega er eitthvað kalt úti. Já ég veit að það er enn vetur en þá má öllu ofgera. það er víst kominn tími á smá hita. Við Skakki sitjum í sitt hvoru landinu og skoðum myndir af nýju íbúðinni okkar og látum okkur dreyma um flutninginn. Það verður enginn smá munur að geta dreyft almennilega úr sér. Furðulegt samt að það eru til teikningar af allflestum íbúðum á netinu... NEMA þessari sem við keyptum og því getum við ekki almennilega skoðað hvað er hvað. Við skoðum íbúðin í 10-15 mínutur og það er mér gjörsamlega ómögulegt að muna hvernig stærðirnar voru. Sérstaklega þar sem myndirnar sem við höfum eru ekki af íbúðinni eins og hún er í dag því það er komið í hana annað fólk með aðra hluti. Svona eru það stór mál sem hrjá mig í dag. Það eru sko ekki heimsmálin eða Baugur ó nei...
02 mars 2007
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka