Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

12 febrúar 2007

Þetta er búið að vera viðburðaríkur dagur. Við Skakki roluðumst eftir hádegi á fasteignasölu og áður en við vissum af var sölumaðurinn mættur heim til okkar að taka út draslið og við komin með leyfi til að skoða aðra íbúð klukkan 5. Sölumaðurinn sagði við okkur að ef okkur litist á hana skyldum við bruna til baka og gera tilboð. Sem við gerðum en þá var gaurinn farinn heim og þegar við hringdum til að vita hvenær hann kæmi aftur sagði hann "eruð þið komin til að gera tilboð? Ég var að grínast" Phu mar grínast ekki með svona alvörumál þannig að við gerðum bara tilboð við einhvern annan og svo brunaði Skakki út á flugvöll og rétt náði vélinni til Færeyja. Við erum sem sagt búin að gera fyrsta tilboð. Ægilega spennandi!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger