það er stundum erfitt að vera lítill strákur og muna eftir öllum reglum og boðum og bönnum sem eru í kringum mann. Í gærkvöldi hafði ég kótilettur í matinn handa Skakka og þær voru búnar að malla í einhvern tíma þegar ég stóð upp og sagði yfir hópinn (Skakka og Molann): "Ég ætla að kíkja á kótletturnar". Ég heyrði hratt fótatak á eftir mér og þegar ég leit við stóð Molinn með undrunarsvip á andlitinu og sagði "mátt þú segja kúkalabbar?" Ég horfði á hann hálfhissa og áttaði mig svo á málinu "KÓTILETTUR, Viktor, ekki KÚKALABBAR"
Hehe soldið sætt samt!
Hehe soldið sætt samt!