Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

30 apríl 2003

ég nennti ekki að skrifa neitt í gær. Var eitthvað svo slöpp að ég fór heim uppúr hálftvö og svaf til 5 og vaknaði endurnærð (svaf ekki mikið í nótt þar sem ég hafði sofið svona mikið hehe)! Ég er enn að reyna að berjast við síðustu ritgerðina í skólanum og það gengur eitthvað hægar en mér finnst eðlilegt en þetta hlýtur að hafast um helgina (sérstaklega þar sem ég á að skila í dag skamm skamm).
það var nornafundur hjá mér á föstudagskvöldið síðasta og það var mjög gaman. Vesturbæjarnornin var með ný spil sem hún keypti í hinni víðfrægu nornabúð í London, mjög flott spil og einhverskonar dúk með sem átti að leggja spilin á. Ægilega flott. Við fengum auðvitað allar þessa venjulegu spár; ég fékk frjósöm verkefni eins og venjulega sem er fyndið sé litið á allar aðstæður hehe..
Hinsvegar verð ég að viðurkenna að ég er óvenjulega andlaus þessa dagana, get eiginlega varla hangið í vinnunni því ég hef mig ekki í að gera neitt, held mig vanti kannski bara meiri sól......og vítamín....

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger