Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

30 maí 2008

það skal alveg viðurkennast að mér varð pínulítið um og ó í jarðskjálftanum í gær. Ég held að ástæðan sé sú að ég hef fylgst mjög vel með jarðskjálftunum í Kína og þetta var einhvern veginn einum of nálægt. Eftir á hugsaði ég náttúrulega mest til vinanna á Selfossi og í Þorlákshöfn. Það er óhugnanlegt að horfa á fréttir og sjá fréttamennina spyrja grátandi fólk um líðan þess og enn óhugnanlegra er náttúrulega að ég skuli sitja sem fastast og horfa áfram þó mér blöskri hvernig þeir láta. Svona er maður illa samsettur.

Nú er ég farin í yfirsetu á enskuprófi!

29 maí 2008

Agalega langar mig í eitthvað gott að borða. Ég er sem sagt ekki að tala um salat eða samloku. Samlokan væri kannski ágæt ef hún væri gerð af öðrum en mér. Ég er að bíða eftir úrslitum samræmdu prófanna en þau koma örugglega ekki í dag. Það er verið aðopna einhverjar risabúðir í Lindum í dag og ég sagði við minn ektamann í gær að það yrði örugglega örtröð þar, hvað svo sem allri kreppu líður. Íslendingar láta ekki einhverja kreppudruslu hafa áhrif á kaupgleði sína. Skakki var að senda mér sms en hann átti leið fram hjá og sagði að það hefði verið hópur fólks sem var þar fyrir utan að bíða eftir að komast inn. Jahá, og svo förum við bara og kvörtum við ráðgjafastofu heimilanna að við séum bara að fara á hausinn yfir háu lánunum okkar.

28 maí 2008

það eru greinilega ýmis kvekyndi þarna í skóginum


Unginn og pabbi eru í skógarferð og það er greinilega ekki leiðinlegt

Ég held ég hljóti að vera með síþreytu. Er hún ekki þannig að mar er alltaf þreyttur? Ég er þannig! Svaf í gær meðan unginn spilaði á tvö hávær pínaóspil við eyrað á mér og heyrði ekki nema einn eða tvo tóna af því. Mjög notalegt. Kannski var hún bara að spila vögguljóð?

27 maí 2008

Ég hef verið illa haldin af bloggsýki. Það lýsir sér þannig að ég hef bara ekkert að skrifa um. Það er nú ekki svo gott að ég hafi það nú svona dagsdaglega en þessa dagana er ég samt verr haldin af þessu "hef ekkert að segja" dæmi heldur en áður. Núna eru tæpar þrjár vikur í sumarfrí (voru 5 Hrönn ;) ) og síðan fer að styttast í næsta verkefni. Það var verið að boða mig á nýliðakynningu. Mikið ofsalega er gaman að fá svona boð og eiga að mæta en þurfa ekki að halda hana. Ég mun fara hoppandi og dansandi á þessa kynningu með bros aftur á hnakka.

Annars er ég þessa dagana að heimsækja skóla í fylgd verðandi nema við viðkomandi skóla að skoða hvað er í boði. Úff ef ég væri að byrja upp á nýtt væri ég með valkvíða á hæsta stigi og þó ekki. Ég myndi velja allt annað en ég valdi á sínum tíma. Fara allt aðra leið. Nú er ég svo sem ekkert leið yfir minni leið en ég skal samt viðurkenna að ef ég ætti að byrja aftur þá myndi ég gera annað.

Mikið langar mig annars í ný föt! Mig langar að henda öllum mínum fötum og endurnýja allt að nýju. Verst er að það kostar eflaust mikla mikla peninga huh... en maður má láta sig dreyma.


Powered by Blogger