Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

27 janúar 2003

meinvill í myrkrunum lá.......
Þá er ég búin að fá ársspánna! Get gert það sem ég vil og orðið það sem ég vil! Ekki amaleg framtíðarspá það, ætli það þýði að ég geti líka orðið yngri ef ég vil það?? Miklir eru hæfileikar mínir! En þetta var sem sagt mjög fín spá, útlönd í vor (eins gott að við vorum búin að kaupa miðana þannig að við þurfum ekki að vera keppast við að bíða eftir því hvenær þetta kæmi til með að rætast). Síðan er önnur útlandaferð þegar líða fer á árið að öllum líkindum í tengslum við vinnuna. Núna verður Armour glöð! Síðan voru það barneignir en stjörnurnar eru hliðhollar núna. Það skipti engu máli þó ég reyndi að segja þeim að samkvæmt austurlensku heimspekinni væri þetta ekki gott ár til að eiga börn því viðkomandi einstaklingur myndi fæðast í ári rottunnar (sem ég hef hinsvegar alltaf heyrt að sé frekar jákvætt). Svona getur maður misskilið hlutina. En bakk tú þe subdject; sem sagt stjörnurnar hliðhollar barneignum. Og eitt enn sem ég var næstum búin að gleyma, peningarnir eru á uppleið! Hvaða uppleið? Ég ætti líklega að kaupa þennan happdrættismiða sem Happdrætti Háskólans er alltaf að reyna að pranga inn á mig og ég vil ekki kaupa. Hmmmmm.....Gosh hvað þetta verður spennandi ár.....(og ég veit það allt fyrirfram þannig að ekkert mun koma mér á óvart) tralalala
Síðan var fyrirsæta ársins mynduð í bak og fyrir á laugardaginn og hann var til fyrirmyndar. Við lögðum hann á hvíta gæru og hann byrjaði á því að hnerra ósköpin öll, pissaði síðan eins og mest hann mátti og endaði með því að æla í gæruna en þá vorum við búnar að fá nóg og hann líka. Hann fór heim með múttunni sinni en ég fór í gæruþvott!!


Powered by Blogger