Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

10 ágúst 2007

Þá er aftur komin helgi. Og enn er pabbi ekki kominn heim og ekki Gunz. Hinsvegar eru læknarnir að lofa að hann fái að fara heim í næstu viku. Ég vona að það standist, þetta er að verða löng útilega. Blessaður Molinn heldur því fram að mamma hans og afi séu farin í útilegu. Þau séu búin á spítalnum og hafi skellt sér í tjaldútilegu. Og ekki bara einhverja útilegu, nei þau fóru á sama stað og við vorum um verslunarmannahelgina og nú bíðum við bara spennt eftir að þau fái nóg af þessu tjaldlífi og fari að hundskast heim!

Á morgun er ferðafundur þar sem við eigum að læra allt um Kína og hvernig við eigum að ferðast þar og hvað við þurfum að taka með okkur og hvað við meigum skilja eftir heima (sem er lítið eftir því sem mér skilst).

Ferðaskrifstofan er komin með miðana okkar og ég hringdi til að fá uppgefið verð. Þetta gerir svo mikið sem ..... fyrir ykkur öll!

Okkur öll, við erum bara tvö, við Skakki... bara tvö.

Nú?? Eruð þið ekki þrjú á leiðinni heim? Hvað með litluna ykkar?


ROÐN!!!!
Við höfum alltaf verið bara tvö hvernig á ég að muna að bráðum verðum við ÖLL en ekki BÆÐI

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger