Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

03 ágúst 2007

Ekkert nýtt af sjúklingnum á Ítalíu. Gunz er enn að berjast við tryggingarnar um flutninginn heim, þetta hlýtur að fara að skýrast.

Við hinsvegar erum að fara til Kína. Ó já það er loksins, loksins, loksins að koma að þessu og allt í einu er svo stutt að ég er að fá kvíðakast ;) Í dag á Skakki eftir að vinna í þrjár vikur áður en við leggjum af stað. JÁ VIÐ FÖRUM EFTIR RÉTT, RÚMLEGA ÞRJÁR VIKUR!!!!!! Þetta er ótrúlega undarleg tilfinning að geta sagt að eftir rétt um mánuð fáum við að halda á barninu okkar í fyrsta skipti. Þurfum ekki lengur að horfa á mynd sem er þegar greipt í huga okkar heldur fáum þessa litlu veru í fangið.

Í flugvélinni á leið til Milano sat ég við hliðina á einni sem var 17 mánaða, rétt eins og Yun verður er við förum út. Mamma hennar spurði hvort við heyrðum ekki þessa setningu oft: "Njótið nú þess að vera barnlaus meðan þið getið". Ég sagði henni að við værum búin að njóta þess, núna væri komið að því að við nytum þess að vera með lítið barn, að vera þriggja manna fjölskylda. Við værum löngu tilbúin í þann pakka. Og það er að koma að því loksins ;)

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger