Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

21 júlí 2007

Ég er loksins byrjuð að þvo öll litlu fötin sem ég er búin að strjúka í mörg ár. Skakki vill meina að ég þurfi að endurnýja hluta þeirra strax þar sem ég sé búin að handfjatla þau svo mikið að þau séu orðin slitin!!!! DÓNI!!!!!

Við erum búin að fá svo mikið af ráðleggingum varðandi kerrukaupin að það verður ekkert mál að kaupa eins og eina slíka. Gæti farið í kerruráðgjöf eftir þessi flottu ráð.

Ég keypti voða fínt stelpuljós (dökkbleikt kristalsljós hvað annað) í vor einhvern tíma og í gær reif ég allt plastið utan af því og lagði það svo til hliðar. Ákvað að Skakki fengi heiðurinn af því að raða og setja upp. Ég ákvað þetta í ljósi þeirrar minningar er ég kippti síðasta ljósinu niður úr kofanum mínum á Borgó þar sem ég endaði með því að kippa svo rækilega í ljósið að rafmagnið fór og það varð að fá rafvirkja til að laga málin. Já já ég veit að við höfum aðgang að góðum rafvirkja en það er samt ágætis hugmynd að ég bara láti svona hluti vera. Það sparar tíma.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger