Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

01 ágúst 2007

Þá er örferðin til Ítalíu að baki. Pabba líður miklu betur, kominn litur í andlitið á honum aftur og allt ;) Þeir voru á tímabili orðnir tveir saman íslensku félagarnir á deildinni í Flórens. Sjúkraliðunum fannst þetta mikið fyndið, að á fjögurra manna deild væru tveir Íslendingar. En hinn fékk áfall rétt á eftir pabba og læknarnir settu þá saman um leið og hægt var.

Þetta var annars furðuleg upplifun. Ég veit það er bið og aftur bið á íslenskum sjúkrahúsum en Guð minn góður þetta var spes. Við mættum á hverjum degi rétt fyrir heimsóknartímann sem byrjar 13.30. Fórum inn í stóra sal þar sem aðstandendur biðu eftir að mega fara inn. Og þar hófst alltaf sama biðin. Algengast var að í kringum 13.50 kæmi einhver aðili með nafnalista og kallaði upp nöfn sjúklinga og þá fyrst máttum við fara inn og bara tveir í einu (eðlilega til að þreyta ekki sjúklingana). Fyrsta daginn minn fengum við samt undantekningu og fengum að fara allar þrjár inn saman. Það var náttúrulega frábært. Hina dagana skiptumst við á að fara, þannig að alltaf væru tvær inni þennan örstutta tíma (það mátti samt ekki, reglan er SÖMU tvær manneskjurnar en þeir gerðu undantekningu fyrir okkur útlendinga sem bárum okkur svo illa).

Á hverjum degi hljóp Gunz af stað í kapphlaupi við tímann að reyna að ná af einhverjum lækni sem gæti sagt okkur eitthvað um horfurnar og alltaf var sama svarið: Gengur vel, nokkra daga hér og nokkra daga þar..capiss???? Já já við capiss en hvenær og hvernig megum við koma honum HEIM? Tryggingarnar vildu ekki segja okkur neitt og voru alltaf að staglast á að koma honum í almennt flug þar til Gunz missti sig aðeins í símann og þá fór allt af stað. Hún fékk loforð að auðvitað færi hann í sjúkraflugi og já auðvitað færi hún með honum, og já auðvitað myndu þeir borga þetta og hitt. Þetta er ljóta ruglið. Kona hins mannsins var í sama stappinu. Hún hafi verið í heimsókn hjá ættingum og þau bjuggu svo langt frá spítalanum að hún gat ekki heimsótt manninn sinn á hverjum degi nema fara á hótel. Og borga tryggingarnar það þó þú sért með margfaldar tryggingar??..nei ekki að ræða það okkur er alveg sama þó þú komist ekki í heimsókn nema annan hvern dag eða eitthvað (þeir sögðu það ekki en það var samt staðan). Hún fór samt á hótel því það er ekki hægt að sleppa úr degi í heimsókn á svona tíma.

Annars var Gunz að hringja rétt í þessu og nú segja læknarnir að þau megi fara??? Um leið og tryggingarnar sjái um sinn þátt. OH MÆ GOD hvað það væri æðislegt!!!!

Við flugum heim í gærkvöldi og ég skil ekki hugmyndaflugið hjá tryggingunum að halda að hjartasjúklingar komist í almennt flug. Það var svo heitt meðan við biðum að við vorum að leka niður. Það var þarna lítið barn sofandi og það var bara á samfellu og samt lak af því svitinn. Hefði séð pabba í anda í þeim aðstæðum. Og svo er nú svo mikið PLÁSS í flugvélunum að það er ekkert mál að sitja bara með slöngudraslið lafandi um allt haha sorry en þetta er bara fyndið að þessu liði skuli þetta þetta í hug.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger