Ég gladdi samstarfskonu mína mikið þegar ég fór heim í gær. Ég djöflaðist á bílhurðinni og reyndi að koma lyklinum í skránna. Stoppaði áður en mér tókst að brjóta lykilinn og kíkti inn í bílinn. leit svo aðeins í kringum mig og sá að bílinn minn var í stæðinu hinum megin við götuna. Hey, ég hef það nú mér til afsökunar að báðir bílarnir eru hvítir. Minn að vísu mun eldri og mun ryðgaðri og all önnur tegund en á maður ekki að reyna að bjarga sér og eignast nýja hluti með sem minnstum fyrirvara?
04 apríl 2008
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka