Við eigum 6 mánaða fjölskylduafmæli í dag og í tilefni þess verður eldaður matur sem ungfrúin elskar: Íslensk kjötsúpa. Annars elskar hún allar súpur, sérstaklega ef þær eru glærar eins og kjötsúpur. Við keyptum Kínamat á föstudagskvöldið og þar fylgdu með tveir skammtar af svona glærum soðsúpum með eggi út í (úuuuu ekki gott) og hún kláraði báða skammtana. Að vísu setti hún núðlur og hrísgrjón út í ásamt djúpsteiktum rækjum þannig að undir það síðasta var hún ekkert svo glær.
Ég fór í leikfimina með þeim feðginum á laugardag og það hafa ekki orðið neinar smáframfarir hjá henni. Móður hjartað fylltist stolti skal ég sega ykkur. Hún er bara sannur íþróttaálfur rétt eins og mamman haha
Ég fór í leikfimina með þeim feðginum á laugardag og það hafa ekki orðið neinar smáframfarir hjá henni. Móður hjartað fylltist stolti skal ég sega ykkur. Hún er bara sannur íþróttaálfur rétt eins og mamman haha