Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

02 apríl 2008

Í gær var fyrsti apríl og í tilefni af því ákvað einhver æringinn að setja brunakerfið af stað. það var jú allt í lagi fyrir alla aðra en þessa frú hér. Ég er nefnilega svo vön því frá síðasta vinnustað að brunabjallan sé sífellt að argast eitthvað án þess að fótur sé fyrir því að ég bara heyri alls ekki í svona bjöllum. Þarna sat ég í besta yfirlæti með ágætri konu sem er með dulítinn kvíða. Við sitjum og ræðum saman og einhverstaðar á bakvið heyri ég einhvern óm af einhverju hljóði en kippi mér ekkert upp við það þar til stúlkan segist vera að ærast á þessari bjöllu. Hmm hugsa ég, hvaða bjöllu? Og þá heyri ég nístandi hljóðið í brunabjöllunni. Læt ég það hafa áhrif á mig? Nei alls ekki. Sit sem fastast og segi við stúlkuna: Mætti halda að það væri kviknað í, meiri lætin í þessu. Hún horfir á mig stórum augum og jánkar þessu auðvitað. Og áfram djöflast bjallan þar til meira segja mér er nóg boðið og ég býðst til að kíkja fram og gá hver fjandinn er á seyði. En þá er stúlkan að verða jafn sjóuð og ég og segir það vera algeran óþarfa og stuttu seinna hætti vælið. Korteri síðar fer ég á fund þar sem upp kemur að umrædd bjalla hafi verið sett af stað en það góða við það sé að allir hafi vitað NÁKVÆMLEGA HVAÐ ÞEIR ÁTTU AÐ GERA OG FORÐAÐ SÉR ÚT! hmmmmmm nema undirrituð og daman sem hjá henni var. Fundarmenn störðu á frúnna og sögðu hægt "hér er ALLTAF hlustað á brunabjöllur og hér er ALLTAF farið strax út þegar hún fer af stað" Sjitt greinilegt að ég hef aldrei komið nálægt rýmisáætlunum enda voru þær á dagskrá í þau átta ár sem ég vann hjá sjó og landi án þess að af þeim yrði nokkurn tíma. það er eins gott að stúlkan þori að koma til mín aftur, búin að eyðileggja tíu ára þjálfun í því hvernig bregðast á við brunabjöllu og það á einu korteri...

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger