Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

17 ágúst 2007

Þetta gekk allt vel, þeas flugið frá Flórens. Þau fengu voða fína þjónustu í París en þar kom lyftari og lyfti þeim út úr flugvélinni þannig að þau þurftu ekki að taka stigann og svo transportaði lyftaramaðurinn með þau um allan völlinn. Að vísu svo hratt að þau sáu búðarglugga bara í móðu þegar þau skutust framhjá. Systur minni fannst það synd, ekki á hverjum degi sem mar kemst til Parísar og þá er farið um á hraða ljóssins! Pabbi er hinsvegar mjög hress en þreyttur. Vill ekki meiri "pollo" og "ministrone". Bara farinn að slá um sig á ítölsku eftir ferðina!!!!

Við erum hinsvegar á fullu við að undirbúa Kínaferð og þá ekki síður heimkomu. Heimili okkar hefur til þessa ekki verið mjög öryggisvænt þar sem við Skakki höfum ekki þurft á neinu svoleiðis að halda. En núna er öldin áður. Nú má frúin hafa sig alla við að detta ekki í stiganum, bæði uppi og niðri því það er komið hlið á báðum hæðum. Það er til þess að viðkomandi frú hleypur ekki svo glatt niður og tekur sko alls ekki stigann í tveimur eða þremur stökkum. Nei núna er bara lúsast áfram! Síðan eru komnar öryggislæsingar á skápa og skúffur og nú getur þessi sama frú varla opnað neitt. Það er mikið að eiginmaðurinn læsi ekki ísskápnum líka en það endar kannski með því haha. Sem minnir mig á það að karl faðir minn missti 12 dýrmæt kg í ferðinni, ég er að hugsa um að skrá mig á hótelið sem hann var á og koma heim hoj og slank!!!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger