Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

15 ágúst 2007

Þá eru Flórensfarar loksins á leiðinni heim. Læknarnir voru orðnir æstir í að losna við pabba og voru búnir að setja auka rúm í stofuna til hans til að ýta á að hann gæfist upp. Það stóð svo sem ekki á honum heldur á þessu SOS apparati sem gat ekki sagt af eða á. Þeir rönkuðu samt loksins við sér og fundu flug fyrir þau frá Flórens til Parísar og frá París til Keflavíkur. Fyrst fundu þeir að vísu allt annað flug þar sem þurfti að taka einni flugvél meira og ekki flogið á Saga class. Skil ekki alveg hvernig þeir reiknuðu með að maður sem getur lítið hreyft sig eftir uppskurð ætti að troðast í þessi pínu litlu ræfils sæti sem eru á almennu fararrými. Þetta eru asnar að mínu viti! En þau eru sem sagt lögð af stað og við reiknum með þeim heim í kvöld.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger