Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

13 ágúst 2007

Jæja þá fer spennan í hönd. Fá þau að koma heim eða ekki? Í dag eiga þau að fá að vita hvort þau fá að yfirgefa Flórens, hina fögru borg eða hvort þau eiga að vera þarna fram að jólum (smá ýkjur auðvitað). Gunz er alveg að gefa upp öndina og er meira segja orðin svo ævintýragjörn í pastanu að hún er farin að prufa pasta með sardínum! Hljómar spennandi haha

Pabbi er orðinn hundleiður enda löngu búinn með allt lesefni og búinn að setja síðasta stafinn í síðustu krossgátuna. Ég stakk upp á því við Gunz að hún keypti sér diktafón og tæki upp efni í ævisögu föður síns sem síðan væri hægt að birta í jólabókaflóðinu. Hún hnussaði við því en taldi það þó ekki alvitlausa hugmynd ef þau myndu neyðast til að vera lengur. En það er sem sagt vonandi að verða komið nóg af þessu!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger