Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

18 júlí 2007

Nú þurfum við að fara að spýta í lófana. Við þurfum að barnverja heimilið því hér eru lausar glerhillur og geisladiskar og skraut um allt. Ábyggilega mjög freistandi fyrir litla konu. Við þurfum líka að fara að kaupa hluti eins og kerru og bílstól og ekki gleyma því að okkur vantar líka svona einfalda hluti eins og sæng. Við erum svo græn að við vitum ekkert hvað svona börn þurfa. Held að kerrubúðarkonunum finnst ég mjög skrítin þegar ég er að prufa kerrur fyrir 18 mánaða og spyr eins ég hafi aldrei komið nálægt svona apparati áður (sem ég hef ekki gert). Þetta er fyrsta erfiða ákvörðunin sem þarf að taka: Hvernig kerru? Á þetta að vera kappaksturskerra (molinn vill það), á þetta að vera kerra með þremur hjólum eða fjórum, hörðum dekkjum eða dekkjum með lofti, rauð eða græn, þetta er nóg til að maður fái ákvörðunarfælni á háu stigi.

Og svo er það herbergið. Ég fór að skoða húsgögn fyrir litlar stelpur og í fyrstu búðinni var ein einföld bókahilla dýrari en öll bókasamstæðan sem við keyptum fyrir okkur haha þetta er ekki alveg normalt. Að vísu var hillan flott en komm onn, við erum að tala um húsgagn fyrir smábarn!

Og það þarf að þvo fötin og kaupa svona hluti eins og rúmföt og handklæði og svona. Þetta er mjög skemmtilegt, mér finnst sérstaklega skemmtilegt að fara að þvo öll þessi litlu föt. Ég held ég eigi sokkabuxur þar til litla Yun verður 10 ára haha og samfellur fyrir öll börn sem fæðast í fjölskyldunni næstu 60 árin! Yun heppin að þurfa ekki að kaupa neitt svona fyrir sín börn í framtíðinni því ég er búin að því! Sko mig ég er allt í einu stokkin mörgum áratugum fram í tímann!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger