Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

12 maí 2007

Í gærmorgun fékk hæstvirtur eiginmaður minn, Skakki, heilahristing við morgunmiguna. Þetta var alvarlegt tilvik þar sem handklæðaslá réðst á hann af fullum þunga og skildi eftir sig greinileg örmerki í andliti hans. Hann reiddist og ég þorði ekki að hlæja enda hlær maður ekki að fólki sem verður fyrir slysi við svo alvarlega athöfn sem þessi er. Nema hvað, heilahristingurinn hafði ýmsar afleiðingar en þær helstu voru að þegar hann hafði lokið við að útbúa hina mjög svo einföldu 10 treasure súpu (3 tímar) og við borðað hana í sameiningu þá kvað hann upp úr eins manns hljóði (ég þegi nefnilega þegar maturinn er búinn því ég er svo hrædd um að ef hann heyri í mér þá lendi ég í uppvaskinu). Ég var sem sagt að laumast burtu þegar ég heyri: "Eigum við að skella okkur á tónleika?"

Ég stoppaði, hlustaði og hristi svo hausinn og bjó mig undir næstu tröppu þegar hann heldur áfram: "Það er mjög spennandi afrísk hljómsveit að spila í Hafnarhúsinu. Eigum við að skella okkur?"

Það þarf ekki að orðlengja það neitt frekar, ég klæddi okkur bæði í skó og jakka og við stóðum við bílinn áður en mínuta var liðin (ég klæddi hann líka svo honum næði ekki að snúast hugur). Við fengum miða og enduðum á frábærum tónleikum með kongósku hljómsveitinni Konono n° 1.

Myndavélin var orðin batteríslaus af því ég hitti risessuna á leiðinni þannig að ég tók bara eina mynd á símann, bara svona til að muna að ég var þarna.


script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger