Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

25 apríl 2007

Nú fer ég alveg að komast í frí. Ég er að vísu með eitt Excel námskeið í maí en að öðru leyti er ég að komast í frí. Flutti fyrirlestur í morgun um viðskiptaáætlunina mína og það gekk alveg rosalega vel og ég fékk góða dóma. Og þegar ég kom út var sól í heiði og bros í hjarta.

Það lítur ekki vel út með Kína í augnablikinu. Þeir eru komnir í fyrsta lága og eru að reyna að torka upp brekkuna en held að þeir séu fastir. Hefðu kannski ekki átt að vera að kaupa sér þennan jeppa... okok ég skal hætta að bulla en sannleikurinn er sá að þeir eru með allt í næstum því stoppi eins og reikna má með þar sem það er alveg að koma að mér í röðinni. Svona er það líka þegar ég fer á kassa í Hagkaup (þar sem Íslendingum finnst skemmtilegast að versla) þar gengur röðin alveg glimrandi alveg þangað til það eru svona tveir á undan mér... þá gerist eitthvað og það þarf að hlaupa út um alla búð og leita að verði á hinu og þessu. Við sem vorum nokkuð bjartsýn fyrir tveimur mánuðum um að við fengjum upplýsingar um barnið okkar í þessari viku eða næstu erum núna komin á þann stað að við erum heppin ef við fáum upplýsingar í júlí. Svona er lífið undarlegt. Aldrei hægt að reikna raðirnar út. Á meðan heldur lífið áfram og við erum að spá í hvað við eigum að gera í sumarfríinu okkar. Við ákváðum að gera sem minnst síðasta ár af því þá vorum við á leið til Kína um haustið. Ég vil ekki bíða lengur með allt á hold og því ætlum við í skemmtilegt sumarfrí. Verst að ég missi af Flórensferðinni með stórfjölskyldunni sem ætlar að heimsækja mafíósana (af því þá ætlaði ég að vera í Kína... hljómar þetta ekki kunnuglega?)

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger