Veðrið er gott og allt leikur í lyndi. Er það ekki eins og best verður á kosið? Bara einn dagur eftir af algjöru brjálæði og svo er ég sloppin fyrir horn að sinni og taka við önnur verkefni. Finnst bara nokkuð gott að vera komin þetta langt án þess að vera lögð inn á klepp. Meira segja fyrirtæki í burðarliðnum, en það á bara eftir að hnýta nokkra lausa enda og svo er það tilbúið. Þetta er því búinn að vera afkastamikill vetur þó ekki hafi hann litið vel út í janúar. Það er þetta með einar dyr og aðrar, eða er það ein hurð og önnur?
Við lentum hinsvegar í rökræðum í gærkvöldi við Skakki. Erum sammála um að skrifborð heitir skrifborð en af hverju heitir skrifborðsstóll skrifborðsstóll? af hverju heitir hann ekki skrifstóll? Eða eitthvað annað? Af hverju heitir eldhússtóll þá eldhússtóll en ekki eldhúsborðstóll? Svona er gaman hjá okkur á kvöldin!
Við lentum hinsvegar í rökræðum í gærkvöldi við Skakki. Erum sammála um að skrifborð heitir skrifborð en af hverju heitir skrifborðsstóll skrifborðsstóll? af hverju heitir hann ekki skrifstóll? Eða eitthvað annað? Af hverju heitir eldhússtóll þá eldhússtóll en ekki eldhúsborðstóll? Svona er gaman hjá okkur á kvöldin!