Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

02 maí 2007

Mikið afskaplega er ég fegin að vera ekki lengur gelgja. Úff það er erfiður tími í lífinu. Í gær brá ég mér út í búð að kaupa smotterí sem vantaði upp á matergerðina. Þegar ég tölti inn í búðina mætti ég fjórum gelgjum sem störðu á mig eins og þær þekktu mig. En ég þekkti þær ekki. Þær eltu mig inn í búðina í hæfilegri fjarlægð og hvísluðust á, ég skal viðurkenna að mér flaug í hug hvort þær ætluðu að ræna mig (haha as if). Nema ég skoða eitthvað og sný mér svo við og þá eru blessaðir angarnir komnir þétt upp við mig, og þegar ég segi þétt þá meina ég að það voru svona 5 sentimetrar á milli mín og þeirrar sem næst mér stóð. Við horfðumst í augu smástund og svo bað ég hana að afsaka og tróð mér framhjá. Það vakti mikinn fögnuð meðal þeirra og þær byrjuðu aftur að pískra eitthvað sín á milli og flissa. Ég reyndi mitt besta að muna hvort ég liti út eins og fáráður en gat ómögulega munað hvort ég væri verri en venjulega. Nema ég tölti áfram um búðina og þær í hæfilegri fjarlægð á eftir uns ein tekur sig ákveðið úr hópnum og veður að mér:
"Hæ, ertu ekki konan úr Kastljósinu?"
"Ha?"
Ertu ekki konan úr Kastljósinu?"
"Nei"
"Víst ertu konan úr Kastljósinu"
"Nei" og um huga mér flýgur að ég vona að þær séu að rugla mér við þessa sætu haha
"Ertu ekki konan úr Kastljósinu? Ertu viss? OH MÆ GOD"
"Nei ég er ekki hún"
"Þú hlýtur að vera hún, ég þekki þig"
"Nei"
"En þú finnur hjá Stöð2?"
"Nei"
"OH MÆ GOD... oh mæ god... OH MÆ GOD"
og nú flissuðu allar eins og og eitthvað mikið væri að gerast

Ég ákvað að borga og drífa mig heim, þar sem ég er hvorki konan úr Kastljósinu né vinn á stöð 2, enda er ég ekki alveg viss um að Stöð2 vilji greiða laun fyrir konur í Kastljósinu hvort eð er.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger