Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

26 apríl 2007

Ég var svo búin á því í gær að ég gerði varla handtak eftir fyrirlesturinn um morguninn. Við hjúin fórum þó á aðalfund húsfélagsins og þar var mikil skemmtun (NOT) og auðvitað komumst við að því þar að framkvæmdir eru rétt byrjaðar við húsið. Þetta verður eins og með hina blokkina. Þegar allt er tilbúið pökkum við saman og förum á annan stað sem þarf að gera við.

Ég er orðin æst í að reyna að finna hvað við eigum að gera í sumarfíinu. Ég ætla ekki í sumarbústað á Íslandi í skítaveðri og kulda, það er alla vega á hreinu. Ég vil sól og sumaryl á stað sem krefst ekki mikils af mér annað en ég sé á staðnum. Það er ennþá svo kalt úti að mér finnst ekki að það sé komið neitt vor. Bara flísið sem gildir (ég get ekki verið í lopapeysu af því ég er þessi típíski Íslendingur sem klæjar og klæjar) og regnstakkur ;(

Annars gaf pabbi mér nornakúst eða nornastaf um daginn. Hann fannst þegar garðyrkjuálfarnir voru að klippa trén í garðinum. Þetta er eitthvað afbrigði í náttúrunni og finnst ekki oft eða það fullyrtu álfarnir. Og hann á að virka miklu betur en þeir sem eru handgerðir og bundir saman og svoleiðis vesen. Ég þarf því ekki lengur að vera upp á náð og miskunn flugfélaganna heldur tek bara kústinn minn og sveifla mér léttilega (eða svo léttilega sem afarfimur líkami minn leyfir) á bak og þeysist um loftin blá. Þar sem Skakki er ekki þungur get ég haft hann með og þannig er það ef þið sjáið fólk á sveimi þá má reikna með að það séum við á nýja kústinum!


script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger