Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

04 maí 2007

Mikið ofboðslega fór ég á skemmtilegan fyrirlestur í gærkvöldi. Eða þetta var ekki eiginlegur fyrirlestur heldur uppákoma kannski frekar, eða innstilling ef ég ætla að slá um mig með listrænum frösum. Þetta var fyrirlestur á vegum Foreldrafélagsins og ræðumaðurinn var Viðar Eggertsson að ræða reynslu sína sem ungabarn. Hann gerði útvarpsþátt árið 1993 um þessa reynslu sína og spilaði hann fyrir okkur í gærkvöldi. Þetta er fléttuþáttur þar sem nokkrir aðilar segja sögu sína sem síðan tengist á furðulegan hátt í lokin. Á eftir var hann síðan með umræður um efnið og hvernig þetta allt kom til og maðurinn er bara frábærlega skemmtilegur. Umræðuefnið er auðvitað ekki skemmtilegt eða hvernig stofnun getur haft varanleg áhrif á börn en hann setti þetta mjög vel fram og reynir að sýna fram á að vonandi hafi umhverfi okkar breyst síðan hann var lítill strákur og gekk í gegnum þetta. Málið er hinsvegar að þó Ísland hafi breyst og við þykjumst vita betur þá hafa ekki öll lönd í heiminum breyst og því er það að það sem hann talar um er nokkuð sem foreldrarnir þarna könnuðust við af sínum börnum. Fimmtíu ár til eða frá. Heimurinn hefur ekki breyst mjög mikið þó það sé sorglegt að viðurkenna það. Hinsvegar það sem hefur breyst er úrræðin sem við höfum til að vinna úr og til að vinda ofan af því sem stofnunin hefur gert. Á tímabili meðan ég hlustaði á þáttinn var ég með stóran kökk í hálsinum og augun svo full af tárum að ég þorði ekki einu sinni að blikka. En svo sneri hann öllu við á eftir og lét okkur skellihlæja með sér. Viðar takk fyrir þetta og takk fyrir að deila reynslu þinni með okkur bláókunnugu fólki ;)

Þátturinn verður endurfluttur í útvarpinu á uppstigningardag klukkan 22.15 held ég og ég hvet alla til að hlusta sem geta. Þetta er áttunda skipti sem þátturinn verður sendur út síðan 1993 og efnið á við okkur í dag alveg eins og þá.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger