Það er nú gott að búa svona í sveitinni. Hér er hægt að vinda sér út um dyrnar og fara í kvöldgöngu um heiðarnar án þess að hreyfa bílinn til að keyra sig að heiðunum. Að vísu fylgir þessu smá kvilli eins og td meiri flugur og svona fénaður sem mér finnst ekki skemmtilegur en maður verður bara að bíta á jaxlinn. Við fórum í svona rómatíska kvöldgöngu í fyrrakvöld og Skakki lét mig vaða einhverjar mýrar upp í mið læri til þess að hann kæmist að einhverjum runnum fullum af ógeðis randaflugadrottningum sem hann vildi mynda. Ég hef ekki fengið að sjá neinar myndir þannig að kannski var hann bara að skrökuljúga að mér og vildi bara sjá mig vaða alla þessa drullu? Hann stóð alla vega á þurrum fótum og hló og hló meðan ég bölsótaðist í drullunni. En hann hætti samt að hlæja þegar ég sagðist vera hætt að vera vinkona hans og reyndi að hjálpa mér með því að benda á misgáfulegar þúfur til að lenda á. En gönguferðin var góð þó rómantíkið hafi fokið fyrir lítið þarna í leðjunni það er nefnilega fátt órómantískara en kolmórauðir leggir og slettur upp á mitt bak.
10 maí 2007
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka