Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

13 maí 2007

Í gær voru kosningar ef einhver skyldi hafa misst af því. Úrslitin komu mér svo sem ekkert á óvart þó ég hefði vonað að þau yrðu aðeins öðruvísi en það er erfitt að kenna gömlum hundum að sitja. Við kusum ekki fyrr en seinni partinn þar sem við fórum í bæinn með Molann að horfa á risessuna. Voða skemmtilegt og VOÐA kalt. Hinsvegar þegar við fórum svo að kjósa þá uppgötvaði ég fyrir utan skólann að ég var ekki með skilríki. Ég fór í smá panik og meðan ég var að dusta töskuna við leitina heyrði ég hláturstíst við hliðina á mér og ég leit við með morðsvip og spurði: "HVAÐ er svona hlægilegt?" Skakki var eldrauður í framan og tautaði að ef hann væri fyrir það að nudda salti í sárin, þá myndi hann hlægja dátt núna en eins og alþjóð vissi þá væri hann ekki svoleiðis. Ég horfði áfram á hann með grimmdarsvip sem sagði að hann skyldi ekki voga sér að hlægja og sagði honum stuttarlega að snúa við heim til að ná í skilríkin. Þau lágu auðvitað á gólfinu þar sem ég skildi þau eftir en eiginmannsónefnan var eins og sól í heiði þegar ég koma aftur út í bíl. Ég nefnilega margspurði hann áður en við lögðum af stað hvort hann væri ekki örugglega með skilríki. Lífið er grimmt!

Annars er ég komin í Kínarússibanann með fyrra móti þennan mánuðinn. Í gær voru nefnilega þær fréttir á Kínaslúðursíðunni að Kínverjar gætu náð heldur lengra með upplýsingar næsta mánuðinn sem mundi þýða að við værum með. En þetta er jú allt óstaðfest ennþá og þetta verður langur mánuður þar til þetta verður ljóst. Ég hef hinsvegar sagt frá því í janúar að ég ÆTLi og ég MUNI fá upplýsingar í júní. Átti bara eftir að segja Kínverjunum það líka. Ég ætti kannski að senda þeim email og minna þá á mig og mína?


Molinn tók þessa fínu mynd af mér, er ekki eitthvað dularfullt við að hann tekur ekki efri hlutann eða er þetta svona listrænt?

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger