Ég varð svo reið í gær að ég titraði inni í mér. Það snéri ekki að mér en ég varð samt rosalega, rosalega reið og datt eitt augnablik aftur til örlagadagsins 8. jan 2007. Það sem ég skil ekki er að konur skulu ekki geta sagt að þær geti ekki faglega starfað með einhverjum þá er um leið lagt allt kapp á að losna við þær. Er ekki eðlilegra að reyna að vinna í málunum og athuga hvað er í boði í stöðunni? Sérstaklega ef um er að ræða konur sem hafa unnið í mörg, mörg ár hjá sama fyrirtæki og hafa fram til þessa dags sem þær lýsa yfir óánægju sinni ekki átt í neinum samskipta örðugleikum. Og svo er verið að tala um að við séum komin með fullt jafnrétti? MÆ ASS!! Það er langt í land ennþá því við eigum enn að vera stilltar og góðar og láta okkur hafa það ef við erum ekki ánægðar með stöðu mála á okkar vinnustað. Ég hef ekki heyrt um marga karlmenn sem lenda í svona aðstæðum eftir margra ára starf á sama vinnustað. Kannski eru þeir flinkari að koma sínum málum að, eða kannski eru þeir flinkari að berjast eða kannski eiga þeir kannski auðveldara með það vegna þess að það sem er kallað kvennatuð af hálfu kvenna sem eru ósáttar er litið á sem alvöru vandamál ef karl á í hlut.
16 maí 2007
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka