Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

18 maí 2007

Fólkið sem átti íbúðina á undan okkur var nokkuð hærra í loftinu en ég. Og þá meina ég nokkuð hærra. Þau voru með svona rosa fínan snyrtispegil á baðinu á háu baðinnréttingunni sinni og mér fannst það brilljant og við fórum og keyptum líka svona spegil og Skakki setti hann upp fyrir mig. Á sama stað og hinn hafði verið. Fínn staður. Mjög fínn. En... það munar greinilega mikið á hæðinni á mér og konunni sem sem setti upp þessa innréttingu því þegar ég stend fyrir neðan spegilinn með snyrtigræjurnar mínar í hendinni þá sé ég ekki neitt. Ég er nefnilega hálfblind og allt að því dvergur að auki. Skakki komst að þessu fyrir tilviljun í gær þegar hann sá mig nota allt annan spegil heldur en þennan fína sem ég var svo ánægð með (það er þetta með að biðja um að loka glugganum ef mér er kalt...) og hann fór í það að laga spegillinn. Núna er hann flottur og nothæfur... á hvolfi á skápnum, þeas nú snýr hann niður en ekki upp eins og hann á að gera. En mér er sama því ég næ alla vega upp í hann núna. Það er ekki alltaf gott að vera hálfblindur dvergur sem ekki kann að biðja um hjálp!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger