Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

13 janúar 2007

Það er kominn tími til að halda áfram. Í dag er fimmti dagur frá þessum atburðum sem settu tilveru mína á hvolf og nú er sorgin að dvína en heiftarleg reiði að taka við og reiðin þarf að fá útrás á einhvern hátt. Þórólfur Árnason var sá eini sem var látinn gjalda fyrir samráð Olíufélaganna á sínum tíma er hann varð að hætta sem borgarstjóri. Ég er enginn Þórólfur og get ekki gert mjög mikið en ég neita að sitja þegjandi og láta þetta ganga yfir. Flest fyrirtæki sem eru vönd að virðingu sinni vilja forðast slæmt umtal eins og heitan eldinn. Það er versta auglýsing sem hægt er að fá. Það sem er erfiðast fyrir þessa aðila er að ég hef siðferðislega réttinn allan mín megin þó lagalega virðast þeir mega gera það sem þeir vilja. Eitt af því sem mér finnst erfiðast að kyngja er að ef yfirstjórn hefði ekki beðið mig um að bíða með uppsögn mína í september meðan ýmis samskiptamál voru athuguð þá væri ég hætt í dag og ekkert af þessu hefði þurft að koma til. Ég væri með bráðabirgðavinnu fram að mínu barneignarleyfi og allir væru glaðir. En ég hlustaði og samþykkti að bíða eftir lausn og núna finnst mér eins og þeir hafi beðið mig um að bíða eingöngu til þess að mín persónulega staða yrði erfiðari. Það er nokkuð ljóst að ég verð launalaus síðustu vikurnar fram að barneignarfríi og í stað þess að nota sumarleyfið til ferðarinnar þá hefst barneignarleyfið að um leið og ferð hefst. Þarna er því verið að taka dýrmætan tíma af barninu mínu en ekki mér. Ég kem til með að eyða 2 vikum af dýrmætu fæðingarorlofi í ferðalög til að ná í barnið í stað þess að orlofið hefjist við heimkomu.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger