Í gamla daga var til bók sem hét Litla nornin Nanna. Mér fannst það alltaf skemmtilegur titill og þar sem ég samsvara mig við þessa Nönnu þá er titilinn Litla feita nornin Anna alls ekki óskemmtilegur. Ég hef ákveðið að taka smá hlé á bölbænum en á þó eftir að gera eina fyrir Svalbarðafólkið en held að það flokkist kannski frekar undir verndarbæn heldur en bölbæn því ísbirnir eru jú skepnur líka en ég skil vel að enginn vilji hafa þær alveg í næsta nágrenni við sig. Byssa eða ekki, held það sé samt ósæskilegt að vera mjög nálægt þeim. Aðallega vegna stærðar og þyngdar og óstöðvandi hungurs. Ég hef oft verið hungruð. Samt aldrei eins og ísbjörn. Í gær sagði ég nokkrum fyrrverandi vinnufélögum að mig vantaði skrifstofu til að skrifa metsölubókina mína. Þau stungu upp á lausu skrifstofuherbergi fyrrverandi yfirmanns míns og töldu það henta vel til skrifta. Mér leist vel á það og er að hugsa um að sækja um að fá að leigja það í nokkra mánuði. Hljómar í alla staði vel. Þetta er stórt og lokað herbergi, engir gluggar þannig að ekki er hætta á að tefja sig frá skriftum með því að liggja og glápa út um gluggann. Og svo væri hægt að fara í mat með skemmtilegu fólki, þeas ef hægt væri að semja við kokkinn um einhverskonar áskrift fyrir fyrrverandi starfsmann. Ohhhhhhh nú fatta ég að ég á eftir að sakna mötuneytisins. Og það besta við þetta tiltekna herbergi er að það er ekki í notkun lengur þar sem fyrrverandi notandi þess "ákvað" að fara eitthvað allt annað öllum öðrum að sársaukalausu en það er súrt að svona stórt og gott herbergi standi ónotað. Hverjir ætli séu möguleikar mínir til að leigja það?
23 janúar 2007
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka