Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

12 janúar 2006

Framhaldssagan um snigilinn heldur áfram. Skakki kom þjótandi heim úr vinnunni og mátti ekki vera að því að heilsa því hann var svo upptekinn af því skoða hvort Eplið hefði étið kálið. Það reyndist ekki vera enda erfitt fyrir lítinn snigill að komast upp á yfirborð vatnsins í miðju búrinu þar sem kálið flaut í sakleysislegu skeytingarleysi fyrir svengd lítils snigils. Ég brá mér í S30 í gærkvöldi til að hitta Molann eitt augnablik og þegar ég skaust út heyrði ég Skakka hrópa:
"Ath. hvort þau eiga gúrkubita"
Haha hló ég, hann er fyndinn mætti halda að hann hefði lesið bloggið mitt sem nota bene hann var ekki búinn að. Nema hvað, ég kem heim gúrkulaus því ég hélt í fávisku minni að um grín væri að ræða. Það liðu ca 10 mín þar til Skakki spratt upp og muldraði að hann langaði í ís. Jájá ég hef nú aldrei slegið hendinni á móti slíkum kræsingum og beið spennt. Hann var örsnöggur í búðinni og kom þjótandi upp með ís í poka sem hann henti annarshugar á borðið og gúrku í hendinni sem hann byrjaði strax að skera niður... fyrir hvern? Jú auðvitað Epplið!

Á mínu heimili fáum við ekki þráhyggju. Það bara kemur ekki fyrir!!!!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger