Gunz sendi mér kveðju:
Hin dæmigerða kona í steingeitinni er ekki til. Kona í þessu stjörnumerki getur verið safnvörður, sem gengur um með ömmugleraugu sem engum finnst falleg, eða hún getur verið dansmey, sem klæðist gegnsæjum flíkum, sem enginn önnur þorir að klæðast.
Svona kvenmaður getur verið í forsvari fyrir samtök kennara og foreldra í einhverjum barnaskóla í úthverfi borgarinnar, hún getur unnið við að steikja hamborgara á skyndibitastað, eða verið að undirbúa stærstu góðgerðasamkundu sem sögur fara að.
Kona í steingeitinni getur skreytt slúðurdálka dagblaðanna, brosað ljúflega við hlið eiginmanns síns á stjórnmálafundum eða hellt dularfullum vökvum í lítil tilraunaglös.
En hvað sem hún gerir og hverju sem hún klæðist þá stjórnar Satúrnus athöfnum hennar og hennar leyndu áformum.
Hún getur verið kvenleg fram í fingurgóma, daðurdós og nægjanlega töfrandi til að láta karlmönnum finnast þeir vera stórir og sterkir birnir sem geta varið hana fyrir hinni kuldalegu og grimmu veröld.
Hún getur líka verið köld og róleg og afskiptalítil, þar sem hún situr sem fastast á marmarafótstalli sínum og manar þig til að reyna þitt ýtrasta til að vinna hið stórkostlega hjarta hennar á þitt band. Hvort sem þessi kona notar kvenleg hrekkjabrögð eða læst vera hagsýn og skynsöm þá er takmarkið eitt og hið sama. Hún er harðákveðin að ná sér í RÉTTAN eiginmann. Eiginmann sem hún getur verið hreykin af, sem verður merkur maður og sem verður börnum hennar góður faðir.
haha þá er það eins gott að þessi ódæmigerða steingeit þjáist ekki af ófrjósemi thihihi
Hin dæmigerða kona í steingeitinni er ekki til. Kona í þessu stjörnumerki getur verið safnvörður, sem gengur um með ömmugleraugu sem engum finnst falleg, eða hún getur verið dansmey, sem klæðist gegnsæjum flíkum, sem enginn önnur þorir að klæðast.
Svona kvenmaður getur verið í forsvari fyrir samtök kennara og foreldra í einhverjum barnaskóla í úthverfi borgarinnar, hún getur unnið við að steikja hamborgara á skyndibitastað, eða verið að undirbúa stærstu góðgerðasamkundu sem sögur fara að.
Kona í steingeitinni getur skreytt slúðurdálka dagblaðanna, brosað ljúflega við hlið eiginmanns síns á stjórnmálafundum eða hellt dularfullum vökvum í lítil tilraunaglös.
En hvað sem hún gerir og hverju sem hún klæðist þá stjórnar Satúrnus athöfnum hennar og hennar leyndu áformum.
Hún getur verið kvenleg fram í fingurgóma, daðurdós og nægjanlega töfrandi til að láta karlmönnum finnast þeir vera stórir og sterkir birnir sem geta varið hana fyrir hinni kuldalegu og grimmu veröld.
Hún getur líka verið köld og róleg og afskiptalítil, þar sem hún situr sem fastast á marmarafótstalli sínum og manar þig til að reyna þitt ýtrasta til að vinna hið stórkostlega hjarta hennar á þitt band. Hvort sem þessi kona notar kvenleg hrekkjabrögð eða læst vera hagsýn og skynsöm þá er takmarkið eitt og hið sama. Hún er harðákveðin að ná sér í RÉTTAN eiginmann. Eiginmann sem hún getur verið hreykin af, sem verður merkur maður og sem verður börnum hennar góður faðir.
haha þá er það eins gott að þessi ódæmigerða steingeit þjáist ekki af ófrjósemi thihihi