Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

16 janúar 2006

Ég er öll lurkum lamin eftir síðustu nótt. Ég hef legið eitthvað vitlaust því mér er svo illt í vinstri öxlinni að ég er að kálast. Ekki skrítið þó ég lægi vitlaust því mig dreymdi svo ömurlega að ég ætlaði bara ekki að komast fram úr. Mig dreymdi að ég væri að eignast barn og það var alveg komið að fæðingu þegar Skakki þurfti að fara til Póllands. Við höfðum áhyggjur af því að þá myndi hann missa af þessu sem auðvitað varð því um leið og hann fór þá þurfti ég að fara á deildina og eiga barnið. Það var drengur og hann var dáinn þegar hann fæddist. hann var svo fallegur með brúnt slétt hár eins og lítill bítill. Ég sá Báru og hún hafði eignast stelpu og ég var að reyna að samgleðjast henni (af því hún á 4 stráka fyrir og ég vissi að hana langaði að eiga stelpu) um leið og ég grét yfir dána barninu mínu. Þegar búið var að taka hann í burtu fattaði ég að ég gleymdi að taka mynd til að senda Skakka því hann mundi kannski vilja sjá hvernig drengurinn hefði litið út. Ég fór á eftir vagninum og þegar ég smellti af þá opnaði drengurinn augun og var þá með stór blá augu sem virtust sjá og skilja allt. Mér brá alveg svakalega og ég reyndi að kalla á hjálp og segja að það hefðu orðið mistök hann væri ekki dáinn hann væri lifandi. Þau hefðu gleymt að mæla hjartað. En þá lokuðust augun aftur og hann var aftur dáinn. Ég vaknaði full af sorg og ég get ekki almennilega hrist hana af mér. Þetta er örugglega fyrir einhverju helvítis basli sem er framundan.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger