Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

10 janúar 2006

Úti er alltaf að snjóa...því kólna fer á... já nú snjóar. Í morgun rigndi. Spurning hvernig þetta verður við heimför. Agalega er ég eitthvað löt. Ég nenni lítið að gera en er þó að gera fullt því ég kemst ekki hjá öðru. Er t.d. með tvö námskeið á morgun og eitt stutt á föstudag.

Ég byrjaði að laga til í geymslunni í gær. Skakki var búinn að undirbúa komu mína þannig að það var lítið sem ég gat gert. Fann þó drasl í tvo poka sem ég get hent. Fann líka fullt af garni sem ég auðvitað tímdi ekki að henda þó ég geri ekkert úr því. Held ég sé með einhverskonar garnsyndrom. Held alltaf að það verði eitthvað úr öllu þessu garni sem er í kringum mig en svo gerist ekkert.

Um helgina kláraði ég bók sem heitir Skuggi Vindsins. Mikið assgoti er það skemmtileg bók. Þetta var eins og að borða konfekt, hver flotta málsgreinin eftir aðra. Ég las hana auðvitað ekki á frummálinu því það er spænska en þýðandinn hefur gert góða hluti held ég. Alla vega gleymdi ég mér í unaðinum við að lesa þessa bók. Ég get nefnilega pirrað mig endalaust yfir þessum hraðþýðendabókum sem vaða uppi allstaðar. Held stundum að þýðendur hljóti að fá borgað í akkorði því verkin eru svo hroðvirknislega unnin.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger