Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

11 janúar 2006

Styttist í helgina. Hún verður að vísu stutt hjá mér núna þar sem það er námskeið í gangi og ég þarf að opna og loka hurðum...en ég nota tækifærið og breyti þessu í jákvæða upplifun og fer í salinn á meðan ég bíð. Gosh mar er svo jákvæður svona á nýju ári.

Annars erum við Skakki mjög upptekin þessa dagana af nýjasta fjölskyldumeðliminum: Hinum flotta eplasnigli en Skakki kynntist frændum hans í fiskabúri Röggu. Hún segir sinn vilja borða kál og það varð til þess að Skakki endasentist út í búð til að kaupa kál handa Epplinu. Hann sagði mér að þetta væri kvöldmatur dagsins í dag og ég verð að viðurkenna að mér fannst hann ægilega skipulagður þar til ég vaknaði í morgun og sá allt kálið sem aumingja fiskarnir voru að reyna að krafla sig í gegnum. Þeir horfðu á mig ásökunaraugum en Skakki sagði mér að vera ekki svona taugaveikluð: Eplinu þætti þetta gott og það yrði að hugsa um hag þess líka..af því það væri nýkomið í fjölskylduna og svona. Jájá ég reyndi að ignora ásakandi augnaráð fiskanna sem fylgdu mér fyrir hornið inn í eldhús. Eins gott að Eplið hafi klárað allt kálið þegar ég kem heim því annars fer Skakkinn eflaust að kaupa gúrkur eða eitthvað annað. Ég held mér lítist ekki á tilhugsunina að hafa svamlandi gúrkur í búrinu. Svo ég tali nú ekki um hvað það er dónalegt!!!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger