Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

06 janúar 2006

Á morgun ætla ég að leggja fram smá skerf til að bjarga náttúru Íslands. Það má að vísu segja að ég sé búin að leggja fram skerfinn minn þar sem ég er löngu búin að borga miðana en ég er sem sagt að fara á Náttúrutónleikana. Held það verði ofsa gaman.

Ég er líka loks að verða búin að koma smá lagi á svefninn aftur, það var sem sagt aðeins minna mál að vakna í morgun og druslast í leikfimi. Fyndið orð leikfimi. Er ekkert orðin fimari í leikjum þrátt fyrir rúmlega tveggja mánaða stanslausa leikfimi. Hvenær ætli ég verði fim? og hvenær ætli mér fari að finnast gaman í leikjum? Haha á ekki von á að það verði neitt í bráð en hver veit, það átti heldur ekki nokkur maður vona á að ég hefði nennu og orku til að mæta daglega í leikfimi í meira en tvo mánuði og still going. Huh þarf ekki lengur að nota vasana þegar ég set hendur í vasa því buxurnar eru orðnar svo víðar að ég sting bara höndum niður með hliðunum. MJÖG smart haha

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger