Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

30 september 2004

Það var viðtal við Dr. Gumma í sjónvarpinu í fyrrakvöld. Það var frábært. Ef ég hefði ekki verið búin að hitta manninn oft og tengja mig inn á talbylgjulengdina hans þá hefði ég ekki skilið orð af því sem hann sagði. Hann er frábær! Honum finnst legið í mér fallegt. Það eru ekki allir sem geta státað af því að hafa fengið hrós fyrir þessa innviði sem maður sér aldrei. Hins vegar skil ég hann ekki þegar hann talar en flinkur er hann þó hann hafi ekki getað lagað mig!

Skakki er enn í Föraujarna. Það er lækur við gluggann hans. Ég heyri í lækjarniðnum þegar hann hringir í mig. Mjög róandi hugsa ég. Hjá mér er ekki lækjarniður. Hjá mér er það niður í díseldruslu sem þyrfti að laga og það þyrfti að benda eigandanum á það að klukkan sex er EKKI kristilegur tími til að vakna. Bót í máli er auðvitað að það er ekki hægt að sofa yfir sig með þennan hávaða á hverjum morgni.


script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger