Árshátíðir eru fyndið fyrirbæri. Ég er að fara á eina slíka á morgun. Það er ekki mikil stemming í fyrirtækinu, eflaust af því hve snemma hún er. Ég er t.d. ekkert voða spennt en fer samt, það er nefnilega eiginlega skyldumæting í minni deild enda förum við öll. Ég er tilbúin því ég tími ekki að kaupa mér ný föt þannig að ég ætla bara að nota gömul. En mig vantar skó! Í lengri tíma hef ég ekki þurft á spariskóm að halda og allt í rann upp fyrir mér að ég á enga skó sem passa við síðan kjól! Hvað gera bændur þá? Fara í gúmmístígvélunum eða berfættir? (bændur úr sveitinni hennar ömmu hefðu valið gúmmískó af þessu tvennu). Skakki á gúmmístígvél sem ég held að hann hafi skilið eftir. Þau eru hinsvegar aðeins of stór (alltof). Ég á líka fullt af þykkbotna skóm en einhvern veginn koma þeir skringilega út við kjóldrusluna. Ætti kannski bara að sleppa kjólnum og þá á ég nóg af skóm haha. Það er greinilega liðin sú tíð þegar ég átti meira af sparidressi heldur en almúgaklæðnaði sem ég klæðist hversdags. Skakki á ekki bara gúmmístígvél, hann á líka spariskó en þeir passa heldur ekki vel við kjólinn. Hmmmm þetta er umhugsunarefni!
01 október 2004
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka