Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

01 október 2004

Í gær leiddist fiskunum alveg svakalega mikið. Þeim leiddist að svamla alltaf í sama búrinu með sama gamla vatnið og alltaf sami kastalinn með dularfulla grasinu. Ég var því góð sál og tók þá út að hjóla. Ég setti þá í barnasætið á hjólinu og var nú varla að þeir kæmust fyrir því þeir eru þrír. Þessi litli (sem svarar nafninu "litli Ræfill") hékk hálfur út úr. Við hjóluðum um alla sveitina. Mættum Sjaplin á gönguferð (hann er nú vanur að vera hjólandi þarna í sveitinni) og hann starði öfundaraugum á útgerðina. Við hjóluðum ekki langt því fiskarnir eru vanþakklátir og voru farnir að æpa að þeir væru að "drukkna". Hvernig geta fiskar drukknað þegar búið er að taka þá úr vatninu og setja þá á hjól? Að vísu var rigning en ekki nóg til að þeir ættu ekki að hafa gaman af ferðinni. Þrýstingurinn var svo mikill að ég fór heim og setti þá aftur í búrið og tilkynnti þeim að það yrði bið á því að ég tæki þá aftur út að hjóla.
Mér leiðist ekki!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger