Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

30 ágúst 2004

Síðan tók við laugardagurinn. Sendi Skakka á Hítarvatn að veiða svo hann væri ekki fyrir mér því ég ætlaði að þrífa. Sem ég gerði en með hjálp. Gullmolinn kom nefnilega til mín þar sem mikið var að gera í fjölskyldunni, mamma hans að flytja og amman og afinn að þrífa sitt verkstæðishús. Hann kom því til mín og vopnaður uppþvottabursta og vatni réðst hann atlögu við eldhúsgluggann hjá mér. Á meðan þreif ég eldhúsið! Þessi samvinna gekk ljómandi vel. Spurning hvort við höfum þetta ekki bara svona í framtíðinni, verst að eldhúsglugginn er núna eins og einhver hafi slett á hann og slefað sem er ótrúlegt því ég bý á 3ju hæð.

Við fórum líka niður að læk að gefa öndunum. Það var ágætis íþrótt alveg, þeas að æfa sig að gá hvort okkar væri viljasterkara, barnið ekki orðið 2ja eða gamla frænka ekki orðin.. já já andskotans forvitni er þetta. Við skilum segja að minn vilji hafi verið yfirsterkari því barnið hélt sig á stéttinni en ekki í læknum eins og hugur hans stóð til. Eftir lækinn fórum við á leikvöll sem hann sá tilsýndir við enda regnbogans. Þetta var við Lækjarskóla og því leikföngin miðuð við stærri börn en viljasterk 2ja ára. Gamla frænkan mátti því stunda lyftingar sem fólust í því að lyfta Molanum upp fyrir höfuð þannig að hann gæti rennt sér eina eða tvær ferðir í rennibrautinni. Þeir sem þekkja til 2ja ára barna vita að 2 ferðir eru ekki nóg fyrir þau, nei við skulum segja að þetta hafi verið nær 10 ferðum en þá var ég farin að draga hendurnar með jörðinni því þær höfðu lengst svo mikið við þessar réttur allar. Mér tókst því af mikilli lagni að benda honum á herflokk af gröfum og vörubílum sem eru að laga eitthvað til þarna í sveitaþorpinu sem ég bý í. Molinn tókst á loft við þessa sjón og við brunuðum (æi fórum nú frekar hægt yfir) í kallfæri við þessi tæki. Þar stóðum við límd við jörðin í 15-20 mín og gláptum á gröfur. Ég er viss um kallarnir hafa verið farnir að halda að ég væri að reyna við þá (hrollur). Molinn saup reglulega hveljur og stundi WOW. Ég reyndi að sjá hvað væri svona merkilegt en tókst það ekki. Ég hef greinilega ekki þessi strákagen í mér.

Á þessum tímapunkti vorum við bæði að niðurlotum komin. Hann vegna spennu og skemmtilegheita, ég vegna hins gagnstæða. Á leiðinni heim komum við samt við hjá Sigrúnu en þar vildi Molinn alls ekki inn ég taldi það vera þreytumerkin sem hann vætri að sýna og reyndist það rétt því við vorum ekki komin út götuna þegar hann var sofnaður! Ég hefði getað sofnað líka, nema é g þurfti að keyra bílinn!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger