Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

24 ágúst 2004

Línan er snilld! það er bara einfalt mál. Af hverju var ég ekki búin að fatta að kaupa hana fyrr?Annað sem er hrein snilld eru þættirnir "Spaced" en við vorum að horfa á þá aftur núna því okkur var sagt að myndin "Shaun of the Dead" væri byggð á einum þættinum. Það var auðvitað alveg rétt og þar sem við vorum dottin ofan í þættina þá hreinlega urðum við að klára seríuna. Þessir þættir batna við frekari áhorfun!

Það er vika í að skólinn byrji. Uss mar verður nú stressaður á minna en því. Ég er nefnilega að fara í uppáhaldsfagið mitt sem er tölfræði! Klever að enda námið á því. Rétt eins og í FB á mínum yngri árum þegar ég átti síðasta stærðfræðiáfangann eftir á síðustu önninni ásamt 3 íslenskuáföngum, 3 enskuáföngum og frönsku utanskóla. Haha þetta heitir "living on the edge".

Þetta er sama prinsippið og með bensínið. Ég er nefnilega ein af þeim sem keyri þangað til allt bensín er búið og fer svo síðustu tvær ferðirnar í vinnuna með öndina í hálsinum og ef bíllinn gefur frá sér púst held ég að hann sé að verða bensínlaus. Alltaf jafn spennandi. Hélt ég fengi magasár síðasta vetur en get samt ekki vanið mig af þessu. Kannski er bara ekki nóg spenna í lífi mínu? Komm on það getur ekki verið, hér er ég búin að sitja og hekla eitt sjal á einni viku. Er það ekki spennandi? Hmm þegar ég les þetta yfir átta ég mig á því að spenna er eitthvað annað en þetta, held að bensínferðirnar standi upp úr! Skil samt ekki þessa áráttu hjá mér því nógu oft hef ég orðið bensínlaus. Er nýhætt að vera með standard búnað í bílnum (bensínbrúsa og vatnsbrúsa ef skyldi sjóða). Vatnsbrúsinn nær til þess tíma er ég átti SkódaLjóta en það eru mörg ár síðan, ég er bara svo lengi að tengja. Að vísu er ég enn með kaðal í bílnum því það er aldrei að vita nema ég þurfi á drátt að halda!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger