Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

30 ágúst 2004

Þetta er búin að vera löng og strembin helgi, gott að vera komin til vinnu og fá að hvílast aðeins!

Fór heim á réttum tíma á föstudagskveldið vitandi það að það væri nornarkvöld með vinnufélögunum um kvöldið. Ég vissi að ég yrði að hvíla mig vel sem ég gerði. Skakki eldaði fyrir mig dýrindis steik svo ég yrði vel undirbúin andlega. Síðan mætti ég heim til yfirmannsins ógurlega og spáði þar hægri og vinstri. Held þær munu alla gifta sig innan tíðar og lifa í lukku úti er ævintýri og allt það. Ég er í framhaldi af þessu að hugsa um um stofna til nornarhraðmóts.. svona eins og hraðskámót. Þarna setja nornir í röðum og spá, allar með svarta strýtuhatta og grófan strákúst sér við hlið. Nema ég auðvitað, ég er búin að færast frá strákústnum yfir í nimbus 2005. Yfir stólbakið hjá þeim öllum (og mér líka) verður skósíð svört slá með hettu. Mikið afskaplega hlakka ég til. Er að reyna að finna góðan stað til að halda þetta mót! Allar tillögur vel þegnar.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger