Assgoti var gaman að horfa á Þórey Eddu í sjónvarpinu í gær. Þegar antinörd eins og ég er farin að horfa á ólýmpíuleikana með öndina í hálsinum þá er eitthvað að eða hvað? En hún stóð sig vel þó það hefði verið gaman ef hún hefði komist á pall.. en hins vegar eru þessar rússnensku stúlkukindur hálfgerð ofurmenni eða það sýndist mér. Erfitt að keppa við slíkt. Ekki eitt bros fyrr en sigurinn var í höfn, þvílikur vilji.
25 ágúst 2004
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka