Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

06 nóvember 2003

Brenna? Brenna hvað? Eftir að ég hef opnað bókaheimili mitt fyrir gullmola systurinnar minnar og eytt löngum stundum við að lesa fyrir hann úr bókum sem innihalda engin orð heldur eingöngu myndir tekur hún svona til orða:
Já ég er einmitt að safna í þessa fínu áramótabrennu

Þetta hefði nú flokkast undir ósvífni á mínu breiðholska heimili hér áður fyrr. Ég bara spyr, hvernig á ég að lesa fyrir Molann og kynna hann fyrir undrum bókanna (án orða að vísu) ef mamma hans er búin að brenna bækurnar mínar í áramótabrennu í Grafarvoginum. Ég bara spyr, er þetta einhver uppákoma sem fólki verður boðið á? HUH

Árni meira segja rís upp af doðanum í Danmörkinni:
Erum við ekki frekar að tala um svartholsstærð á ruslapokum ef allar eiga að komast fyir
Hann vitnar í svartholskenningar máli sínu til stuðnings, eins gott að kaoskenningin sé bara ekki dregin upp líka. Mér er stórlega misboðið, það liggur við að ég verði að fara í bæinn og kaupa mér eina bók mér til huggunar!

Annars get ég glatt ykkur bókaormar með því að ég hef hugsað mér að ánafna bækurnar mínar þegar ég dey....bara ekki til ykkar! Þið missið af miklu. Anna Ræs og Stebbi King, í góðum félagsskap Denna Koonts og kellermans og fleiri. Hugsið ykkur að þið hafið komist á ykkar aldur og þið vitið ekki hvert þetta eðalfólk er!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger