Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

07 nóvember 2003

Mikið aldeilis verð ég glöð þegar þessari viku lýkur. Hún er búin að vera vinnusöm í meira lagi (það er að segja ég hef verið vinnusöm ekki vikan). Hún er enn ekki búin. Ég varð meira að segja að fresta klippingunni minni og verð því orðin eins og lukkutröll að þremur vikum liðnum en þá er fyrsti tíminn sem ég og klipparinn áttum lausan tíma á sama degi (ekki dugir að bara önnur okkar sé laus).

Ég fer því til Hollands með lubba mikinn á höfðinu (rægt). Í kvöld ætla ég samt að slappa af og ekki læra og ekki vinna. Ég hef að vísu ekki lært neitt þessa viku því ég hef ekki haft tíma vegna gegndarlausrar vinnu. Hef setið með verkefni í fanginu að reyna að horfa á þat 70tís sjov og Andy Richter rúles the world en það eru þeir tveir þættir sem við kornin reynum að missa ekki af.

Í kvöld er nornakvöld í Keflavíkinni. Og nú vil ég fá góðar fréttir á þessu nornakvöldi, góðan galdur. Ég er orðin þreytt á þessum eilífðar ræðum um þolinmæði og vinnan göfgar manninn kjaftæði (enda er ég kona). Nú vil ég fá spádóm sem segir að ég sé að dúxa í skólanum, dúxa í vinnunni, peningamálin séu að lagast, nýtt hús í sjónmáli og að það streymi til mín börn (alla vega eitt). Finnst ykkur til of mikils mælst?

Ætti kannsi að taka með mér galdrabókina og leggja einn seið? Þá kannski kemur eitthvað af þessu öllu til mín (stuna). Annars er það fyndið að allir spádómar sem nornahópurinn hefur verið með síðustu mánuði er það sama; verið þolinmóð, elskið náungann, einhver rætin manneskja er að tala illa um þig og svo framvegis. Ég vil ekki fá meira svoleiðis. Bara alls ekki.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger